Forsíða

Hljómsveitin PRIMA

Gott ball

Hafðu samband!


PRIMA og Raggi Bjarna 2014

Fyrr á árinu 2014 söng þessi unglingur nokkur lög með Hljómsveitinni PRIMA í afmælisveislu.
Þegar hann kom í hús spurðum við: „Hvaða lög ætlarðu að syngja?“ Og hann svaraði: „Það veit ég ekkert um -
það kemur bara í ljós!“ Raggi kynnti svo lögin og tóntegundirnar jafnóðum og við fengum einn eða tvo brandara
til að gera okkur klára, en veislugestir héldu að þetta væri þaulæft.
Hann átti áttræðisafmæli 22. september sl. Til hamingju Raggi Bjarna!


Gott ball er ekki hrist fram úr erminni. Það krefst undirbúnings og ef hljómsveitin
býr ekki yfir fjölbreyttu lagavali, er vandi á ferð.

Hljómsveitin PRIMA leikur mjög fjölbreytta danstónlist, eftir því hvernig samsetning
salarins er.

Má þar m.a. nefna rokk og ról, Suður-Ameríska tónlist, gömlu dansana, kántrí og
línudans, diskó, hringdansa, samkvæmisdansa, swing og tjútt, popplög, sérdansa,
gömlu góðu íslensku dans- og dægurlögin sem allir geta sungið með, nýleg lög og
allt þar á milli.

En umfram allt, skemmtileg lög sem allir þekkja!

Einnig er í boði dinnertónlist og/eða fjöldasöngur þar sem það hentar.

   „Takk kærlega fyrir okkur! Þetta var mjög skemmtilegt ball og þið í PRIMA góðir eins og venjulega!“
   Elsba Dánjalsdóttir, Færeyingafélaginu.

   „Þökkum ykkur í Hljómsveitinni PRIMA fyrir frábært framlag á skemmtun okkar. Það var mikið fjör - mikið gaman. Sannkallaður dans á rósum“
   Kristján Hall, Oddfellowstúku nr. 9 - Þormóði Goða.

   „Hljómsveitin PRIMA lék á árshátíð okkar og stemmningin var einstök. Þeir léku lögin sem allir þekktu og við dönsuðum sólana af skónum okkar. Það voru allir ánægðir!“
   Sigurbjörg Ottósdóttir, Dýrfirðingafélaginu í Reykjavík.

   „Það er langt síðan við höfum skemmt okkur eins vel á árshátíð og þegar Hljómsveitin PRIMA var hjá okkur. Öll skemmtilegu lögin héldu okkur á dansgólfinu!“
   Óskar Guðjónsson, Kiwanisklúbbnum Eldey.

   „Takk, takk, takk PRIMA! Þið gerðuð brúðkaupsveislu okkar umtalaða vegna skemmtilegrar tónlistar!“
   Auður og Ingólfur, brúðhjón.

   „Afmælisveisla mín tókst einstaklega vel og það er ykkur í PRIMA helst að þakka. Gef ykkur toppmeðmæli!“
   Gunnar A. afmælisbarn.


Nánari upplýsingar í síma: 861 3404 eða prima@g10.is